Innlent

Flest skíðasvæði landsins opin

Skíðasvæðin eru víða opin í dag, þar á meðal í Hlíðarfjalli, á Siglufirði og í Bláfjöllum. Í Hlíðarfjalli og á Siglufirði er opið til klukkan fjögur en til klukkan fimm í Bláfjöllum.

Góð færð er í fjöllunum og er hæglætisveður í Bláfjöllum, en þoka sem talið er að hverfi þegar líða tekur á daginn. Gott veður er í Hlíðarfjalli, tveggja gráðu frost og logn. Fjögurra stiga frost er á Siglufirði og skýjað, en nægur snjór til að skíða á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×