Innlent

FC Köbenhavn heldur áfram á beinu brautinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sölvi Geir lék allan leikinn með FCK
Sölvi Geir lék allan leikinn með FCK
Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en FC Köbenhavn hélt áfram uppteknum hætti og vann góðan útisigur á Lyngby.

Dame N'Doye gerði tvö mörk fyrir FCK í leiknum en Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum. Ragnar Sigurðsson kom inná þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum, en þeir leika báðir með meisturunum í FCK.

Midtjylland og Silkeborg gerðu 2-2 jafntefli. Nordsjælland vann góðan sigur, 2-0, gegn HB Køge á heimavelli.

FC Köbenhavn er í efsta sæti deildarinnar með 48 stig en Nordsjælland er í því öðru með 45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×