Ósáttur við evru-sinna í nefnd um framtíð krónunnar Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. apríl 2012 20:00 Formaður Framsóknarflokksins furðar sig á að þremur þekktum evrusinnum hafi verið bætt inn í þverpólitíska nefnd sem átti að fjalla um framtíð krónunnar og skipan gjaldmiðlamála á Íslandi. Þar með sé niðurstaða nefndarinnar gefin. Krónan er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá þjóðinni um þessar mundir og ýmsar hugmyndir ræddar um hvað megi gera til að koma jafnvægi á gjaldmiðilsmálin. Nokkuð hefur verið rætt um hugsanlega upptöku norskrar krónu og jafnvel kanadadollars en fram hefur komið að sú hugmynd hafi borið á góma á fundum Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, með seðlabankastjóra Kanada í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að stjórnarflokkar ræði fleiri kosti en upptöku evru en er ósáttur við hvernig skipað var í nefnd sem átti að hleypa að fulltrúum allra flokka til að ræða þessi mál af dýpt. Nefndin var skipuð af efnahags- og viðskiptaráðherra og heitir formlega Samráðsnefnd um mótun peninga- og gengisstefnu. Sigmundur Davíð fullyrðir að það hafi dregist treglega að koma nefndinn af stað. Nú sé hún hinsvegar komin á laggirnar. Sigmundur óttast þó að niðurstaðan sé gefin: „Það er svolítið skrýtið að ráðherra skuli bæta við þremur evru-sinnum, og þá er niðurstaðan gefin," segir Sigmundur Davíð og vísar þá meðal annars í formann ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson og Vilhjálm Egilsson, formann Samtaka atvinnulífsins. Nefndina skipa Helga Jónsdóttir ráðuneytisstjóri í efnahagsráðuneytinu, sem er formaður, Árni Þór Sigurðsson frá Vinstri grænum, Illugi Gunnarsson frá Sjálfstæðisflokki, Freyr Hermannsson frá Framsóknarflokki, Lilja Mósesdóttir tilnefnd af Hreyfingunni, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu, auk Vilhjálms frá Samtökum atvinnulífsins og Gylfa frá ASÍ. Valdimar Halldórsson aðstoðarmaður ráðherra er starfsmaður nefndarinnar sem á að skila ráðherra greinargerð í vor. Eftir það leggur ráðherra mat á það hvort nefndin starfi áfram. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins furðar sig á að þremur þekktum evrusinnum hafi verið bætt inn í þverpólitíska nefnd sem átti að fjalla um framtíð krónunnar og skipan gjaldmiðlamála á Íslandi. Þar með sé niðurstaða nefndarinnar gefin. Krónan er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá þjóðinni um þessar mundir og ýmsar hugmyndir ræddar um hvað megi gera til að koma jafnvægi á gjaldmiðilsmálin. Nokkuð hefur verið rætt um hugsanlega upptöku norskrar krónu og jafnvel kanadadollars en fram hefur komið að sú hugmynd hafi borið á góma á fundum Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, með seðlabankastjóra Kanada í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að stjórnarflokkar ræði fleiri kosti en upptöku evru en er ósáttur við hvernig skipað var í nefnd sem átti að hleypa að fulltrúum allra flokka til að ræða þessi mál af dýpt. Nefndin var skipuð af efnahags- og viðskiptaráðherra og heitir formlega Samráðsnefnd um mótun peninga- og gengisstefnu. Sigmundur Davíð fullyrðir að það hafi dregist treglega að koma nefndinn af stað. Nú sé hún hinsvegar komin á laggirnar. Sigmundur óttast þó að niðurstaðan sé gefin: „Það er svolítið skrýtið að ráðherra skuli bæta við þremur evru-sinnum, og þá er niðurstaðan gefin," segir Sigmundur Davíð og vísar þá meðal annars í formann ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson og Vilhjálm Egilsson, formann Samtaka atvinnulífsins. Nefndina skipa Helga Jónsdóttir ráðuneytisstjóri í efnahagsráðuneytinu, sem er formaður, Árni Þór Sigurðsson frá Vinstri grænum, Illugi Gunnarsson frá Sjálfstæðisflokki, Freyr Hermannsson frá Framsóknarflokki, Lilja Mósesdóttir tilnefnd af Hreyfingunni, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu, auk Vilhjálms frá Samtökum atvinnulífsins og Gylfa frá ASÍ. Valdimar Halldórsson aðstoðarmaður ráðherra er starfsmaður nefndarinnar sem á að skila ráðherra greinargerð í vor. Eftir það leggur ráðherra mat á það hvort nefndin starfi áfram.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira