Innlent

Bílvelta á Eyrarbakkavegi

Bílvelta varð á Eyrarbakkavegi um klukkan hálf fjögur í nótt. Ökumaður bílsins missti stjórn á honum og fór hann eina til tvær veltur áður en hann staðnæmdist utan vegar. Að sögn lögreglu voru aðstæður ákjósanlegar og engin hálka á veginum. Því er óljóst hvað olli veltunni. Ökumaðurinn, sem var kona, var ein á ferð og var hún flutt á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Hún er ekki talin alvarlega slösuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×