Innlent

Lögmaður Samherja krefst skýringa á húsleitum

Helgi Jóhannesson lögmaður.
Helgi Jóhannesson lögmaður.
Lögmaður Samherja ítrekar kröfur fyrirtækisins þess efnis að Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans geri opinberar ástæður þess að farið var í húsleitir hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku.

Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður segir í yfirlýsingu að sögusagnir vegna málsins séu skaðlegar fyrir félagið. Hann bendir á að ítrekað hafi verið sagt í fjölmiðlum að um sameiginlega aðgerð Seðlabankans og Sérstaks saksóknara hafi verið að ræða. Þetta segir Helgi að sé rangt, starfsmenn Sérstaks saksóknara hafi sérstaklega tekið fram að þeir hafi aðeins verið í láni hjá gjaldeyriseftirlitinu við aðgerðina.

Þá hafi því verið haldið fram í Ríkisútvarpinu í gær að félagið sé grunað um skattalagabrot. Þetta segir Helgi einnig vera rangt, forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi verið kynnt með óljósum hætti að rannsóknin beinist að hugsanlegu broti á gjaldeyrislögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×