Innlent

Ánægja með aðgengi að heilbrigðisþjónustu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Foreldrar eru ánægðir með aðgengi barna þeirra að heilbrigðisþjónustu.
Foreldrar eru ánægðir með aðgengi barna þeirra að heilbrigðisþjónustu. mynd/ getty.
Langflestir foreldrar, eða um 77%, eru annaðhvort frekar eða mjög ánægðir með aðgengi barna sinna að heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem unnar voru á vegum Lýðheilsustöðvar, sem nú er hluti af Landlækni. Í könnuninni voru foreldrar barnanna spurðir að því hversu ánægðir þeir eru með aðgengi að heilbrigðisþjónustunni.

Niðurstöðurnar sýna að foreldrar 2-5 ára barna eru líklegri til að svara því til að þeir séu frekar eða mjög ánægðir með aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessi ánægja er eitthvað minni hjá foreldrum eldri aldurshópa og minnst meðal foreldra 13-15 ára barna.

Rannsóknin sem um ræðir var þáttur í samnorrænni rannsókn sem stýrt er af Norræna lýðheilsuháskólanum í Svíþjóð. Rannsóknin er framhaldsrannsókn sem einnig var gerð árin 1984 og 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×