Innlent

Stundvísin stórbatnar í Keflavík

Stundvísi íslenskra félaga á Keflavíkurflugvelli hefur stórbatnað að því er fram kemur í tölum á vefsíðunni Túristi.is. Þar segir að síðasta sumar hafi Keflavíkurflugvöllur ekki staðist samanburð við stærstu flugvelli Norðurlanda þegar kemur að stundvísi en þá fóru um 90 allra véla í höfuðborgum hinna Norðurlandanna í loftið á réttum tíma á meðan hlutfallið í Keflavík fór niður í 45 prósent á tímabili.

Það sem af er þessu ári hafa tafir hinsvegar verið afar fátíðar, að því er segir á síðunni. „Seinni hluti marsmánaðar var þar engin undantekning því 94 prósent af vélum Icelandair fóru héðan á réttum tíma og 87 prósent ferða Iceland Express hélt áætlun. Komutímar Icelandair héldu aðeins í um 6 af hverjum 10 tilfellum. Tafirnar voru samt stuttar í mínútum talið," segir einnig.

„Líkt og stundvísitölur Túrista hafa sýnt fram á undanfarna mánuði þá heldur Iceland Express langoftast áætlun um þessar mundir. Félagið er enn á beinu brautinni þó áfangastöðum og ferðum hafi fjölgað undir lok mánaðarins. Því eins og sjá má hér að neðan þá héldu tímasetningar á komum og brottförum fyrirtækisins í nærri níu af hverjum tíu tilvikum sl. tvær vikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×