Innlent

Böddi er kominn heim

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundurinn Böddi ásamt eiganda sínum.
Hundurinn Böddi ásamt eiganda sínum. mynd/ pjetur.
Hundurinn Böddi, sem gerði sig heimkominn á fréttasviði 365 í morgun, er kominn til eiganda síns á ný. Böddi leit við á fréttasviðinu eftir lítilsháttar misskilning sem varð milli hans og og eigandans snemma í morgun.

Böddi, sem heitir reyndar Böðvar, á heimili í Mávahlíðinni, þurfti að fara yfir mikla umferðargötu, Miklubrautina, til að komast í Skaftahlíðina. Það getur að sjálfsögðu verið stórhættulegt fyrir litla hvutta en allt fór að óskum og varð Bödda ekki meint af þessu ferðalagi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×