Fjárfestar beri ábyrgðina Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2012 12:42 Fjárfestar verða að bera ábyrgðina, segir Gunnlaugur Jónsson. mynd/ pjetur. „Ég held að orðið ábyrgð sé mikilvægt og ég held að það hafi skipt máli í bankahruninu. En ég held að það sé líka mikilvægt í öllu mannlegu lífi," segir Gunnlaugur Jónsson fjárfestir. Hann hefur skrifað bók sem ber þann einfalda titil Ábyrgðarkver: Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð. Hann segir að ábyrgð skipti máli, bæði þegar menn hugi að sínu eigin lífi en líka þegar rætt er um opinbert kerfi og stjórnmál. „Ég held að bankahrunið kenni okkur ákveðna lexíu um ábyrgð og ég held að það geti orðið til góðs að því leyti. Ef við notum tækifærið og hlustum. Það sem ég held að það kenni okkur er að persónuleg ábyrgð er mikilvæg. Í aðdraganda bankahrunsins, á mjög löngu árabili, byggðist upp bóla í bankakerfinu vegna þess að allt bankakerfið út um allan heim, þar með talið á Íslandi var talið njóta ríkisábyrgðar. Það gerði það að verkum að fólki fannst það ekki bera ábyrgð á peningunum sínum sjálft," segir Gunnlaugur. Þar á hann við bæði innistæðueigendur og stærri lánveitendur. „Fólk hugsaði ekki um peningana sína sjálft, það gerði ekki kröfur til bankanna sjálft," segir Gunnlaugur. Hann bendir jafnframt á að þetta fólk sé samt sem áður í góðri stöðu til þess að gera kröfu til bankanna. „Vegna þess að það getur tekið peningana sína út úr banka eða neitað að lána án þess að það geti talist gerræðisleg beiting á valdi," segir Gunnlaugur. Gunnlaugur bendir á að kerfi þar sem neytandi eða fjárfestir beri ábyrgð sé miklu betra en kerfi þar sem slík ábyrgð er tekin af þeim. „Þá er sett upp opinbert eftirlit sem á að koma í staðinn fyrir þessa persónulegu ábyrgð," segir Gunnlaugur. Slíkt sé aldrei jafn öflugt og vald neytandans. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir persónulega ábyrgð," segir Gunnlaugur. Bók Gunnlaugs er komin úr prentun en af því tilefni hefur hann ákveðið að blása til útgáfuhófs. Það verður í Eymundsson á Skólavörðustíg klukkan fimm á morgun. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
„Ég held að orðið ábyrgð sé mikilvægt og ég held að það hafi skipt máli í bankahruninu. En ég held að það sé líka mikilvægt í öllu mannlegu lífi," segir Gunnlaugur Jónsson fjárfestir. Hann hefur skrifað bók sem ber þann einfalda titil Ábyrgðarkver: Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð. Hann segir að ábyrgð skipti máli, bæði þegar menn hugi að sínu eigin lífi en líka þegar rætt er um opinbert kerfi og stjórnmál. „Ég held að bankahrunið kenni okkur ákveðna lexíu um ábyrgð og ég held að það geti orðið til góðs að því leyti. Ef við notum tækifærið og hlustum. Það sem ég held að það kenni okkur er að persónuleg ábyrgð er mikilvæg. Í aðdraganda bankahrunsins, á mjög löngu árabili, byggðist upp bóla í bankakerfinu vegna þess að allt bankakerfið út um allan heim, þar með talið á Íslandi var talið njóta ríkisábyrgðar. Það gerði það að verkum að fólki fannst það ekki bera ábyrgð á peningunum sínum sjálft," segir Gunnlaugur. Þar á hann við bæði innistæðueigendur og stærri lánveitendur. „Fólk hugsaði ekki um peningana sína sjálft, það gerði ekki kröfur til bankanna sjálft," segir Gunnlaugur. Hann bendir jafnframt á að þetta fólk sé samt sem áður í góðri stöðu til þess að gera kröfu til bankanna. „Vegna þess að það getur tekið peningana sína út úr banka eða neitað að lána án þess að það geti talist gerræðisleg beiting á valdi," segir Gunnlaugur. Gunnlaugur bendir á að kerfi þar sem neytandi eða fjárfestir beri ábyrgð sé miklu betra en kerfi þar sem slík ábyrgð er tekin af þeim. „Þá er sett upp opinbert eftirlit sem á að koma í staðinn fyrir þessa persónulegu ábyrgð," segir Gunnlaugur. Slíkt sé aldrei jafn öflugt og vald neytandans. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir persónulega ábyrgð," segir Gunnlaugur. Bók Gunnlaugs er komin úr prentun en af því tilefni hefur hann ákveðið að blása til útgáfuhófs. Það verður í Eymundsson á Skólavörðustíg klukkan fimm á morgun.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira