Innlent

Grásleppuveiðimenn kærðir til lögreglu

Landað úr grásleppubát. Mynd tengist frétt ekki beint.
Landað úr grásleppubát. Mynd tengist frétt ekki beint.
Fiskistofa hefur kært nokkra grásleppuveiðimenn til lögreglu fyrir að hafa of mörg grásleppunet í sjó.

Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Landhelgisgæsluna en farið var um borð í grásleppubáta á Norðurlandi á dögunum eftir að skoðun á gögnum og veiðarfærum á veiðislóð gáfu vísbendingar um að netafjöldi væri umfram leyfilegan fjölda.

Eftirlitsmenn voru viðstaddir þegar öll netin voru dregin og leiddi talning í ljós að fjöldi neta var langt umfram það sem heimilt er.

Fiskistofa og Landhelgisgæslan munu halda þessu samstarfi áfram með það að markmiði að reglum um hrognkelsaveiðar sé framfylgt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×