Innlent

Harma aðför að náttúruperlum

Þingvallavatn.
Þingvallavatn.
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands harma þá aðför sem gerð er að náttúruperlum Suðvesturlands í þingsályktunartillögu að Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem jafnframt segja að sú tillaga sem ríkisstjórn Íslands hafi nú lagt fyrir alþingi bjóði þeirri hættu heim að landshlutanum verði umbreytt í samfellt iðnaðar- og orkuvinnslusvæði frá Reykjanesi til Nesjavalla við Þingvallavatn.

Þá segir að verði af jarðvarmavirkjunum á þeim svæðum sem sett eru í orkunýtingaflokk, tapist ómetanleg náttúruverðmæti sem til að mynda gætu gagnast til uppbyggingar á ferðaþjónustu í landshlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×