Enski boltinn

Juan Mata hetja Chelsea | Fulham rústaði Bolton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fimm leikjum lauk nú fyrir stundu í ensku úrvalsdeildinni en þar ber helsta að nefna dramatískur sigur Chelsea á Wigan en sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok.

Fyrsta mark leiksins kom eftir um klukkustunda leik þegar Branislav Ivanovic, leikmaður Chelsea, skoraði laglegt mark. Mohamed Diamé, leikmaður Wigan, jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok og allt stefndi í jafntefli á Stamford Brigde.

Það var Spánverjinn Juan Mata sem var hetja Chelsea á 90. mínútu þegar hann skoraði sigurmarkið. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá heimamönnum sem eru í harðri baráttu um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fulham vann frábæran sigur, 3-0, gegn Bolton á Rebook-vellinum í Bolton. Clint Demspey fór mikinn fyrir gestina en hann gerði tvö mörk. Mahamadou Diarra skoraði síðasta mark Fulham og sannfærandi sigur niðurstaðan.

West Bromwich Albion rústaði Blackburn Rovers 3-0 á heimavelli. Martin Olsson, leikmaður Blackburn, varð fyrir því óláni að skora fyrsta mark leiksins en í vitlaust mark. WBA bættu síðan tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum og gjörsamlega gerðu útum leikinn.

Norwich og Everton gerðu síðan 2-2 jafntefli á Carrow Road, heimavelli Norwich. Staðan var 1-1 í hálfleik og liðin skoruðu sitt markið hvort í þeim síðari. Nikica Jelavic, leikmaður Everton, átti flottan leik fyrir gestina en hann gerði bæði mörk Everton í leiknum.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×