Innlent

Óvissa ríkir um vopnahlé í Sýrlandi

Talið er að um hundrað og sextíu manns hafi látist í landinu í gær.
Talið er að um hundrað og sextíu manns hafi látist í landinu í gær. mynd/AP
Mikil óvissa ríkir um vopnahlé sem á að hefjast í Sýrlandi eftir tvo daga eftir að stjórnvöld í landinu kröfðust þess að stjórnarandstaðan undirriti skriflega yfirlýsingu um vopnahléið.

Utanríkisráðherra Sýrlands segir að herveitir á átakasvæðum verði ekki kallaðar heim fyrr en yfirlýsingin hafi verið undirrituð.

Hart var barist í landinu í gær en talið er að um hundrað og sextíu manns hafi látist.

Sameinuðu þjóðirnar telja að um níu þúsund manns látist í átökum í landinu síðastliðið ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×