Innlent

Rammaáætun verði lögð fyrir þingið í dag

Urriðafoss í Þjórsá. Fer í biðflokk.
Urriðafoss í Þjórsá. Fer í biðflokk. Mynd/Anton
Reiknað er með því að Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða verði lögð fyrir Alþingi í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í mörg ár en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið verið afgreitt í þingflokki Samfylkingarinnar og til stendur að afgreiða það formlega í þingflokki Vinstri grænna nú í hádeginu.

Samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja málið fram í byrjun febrúar en það hefur tafist sökum þess að skiptar skoðanir hafa verið um það í báðum þingflokkum stjórnarflokkanna.

Á morgun eru síðustu forvöð að leggja málið fyrir þingið svo hægt sé að taka málið til umræðu á yfirstandandi þingi, án þess að koma þurfi til afbrigða.

Samkvæmt heimildum felur áætlunin í sér að virkjanir í Neðri-Þjórsá verði settar í biðflokk, auk svæða á hálendinu, en þar er um að ræða Hágöngur I og II og Skrokköldu-virkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×