Innlent

Eldur í bústað við Rauðavatn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldur kviknaði í litlum bústað sem staðsettur er við Rauðavatn, rétt við Hádegismóa, um klukkan níuleytið í kvöld. Það tók slökkviliðið rúmar fimmtán mínútur að mæta á staðinn og slökkva eldinn. Enn er þó verið að vinna á staðnum og tryggja að ekki séu nein glóð. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið inni í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×