Innlent

Misstir þú skíðin í Borgarnesi?

Óheppinn vegfarandi missti skíðin sín af toppi hvítrar jeppabifreiðar á Borgarnesbrúnni upp úr klukkan eitt í dag. Um er að ræða Fischer skíði. Vegfarandi sem ók á eftir bifreiðinni hafði samband við fréttastofu og vildi koma því til skila að skíðin væru í þeirra höndum og biðu þess eins að komast til eiganda síns.

Ef þið hafið týnt skíðunum ykkar á leiðinni í gegnum Borgarnes þá er hægt að nálgast þau með því að hringja í fréttastofuna í síma 5125200.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×