Innlent

Sluppu ómeiddir úr brennandi bíl

Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir út úr brennandi bíl við Höfðabakkabrú í Reykjavík í gærkvöldi.

Bíllinn var á ferð þegar eldurinn kviknaði undir vélarhlífinni og magnaðist ört. Ökumaðruinn nam þá staðar í skyndingu og forðuðu allir sér út.

Eldur skíðlogaði í bílnum þegar slökkvilið kom á vettvang og er hann ger ónýtur þrátt fyrir að eldurinn hafi verið slökktur á augabragði. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×