Innlent

Grásleppuvertíðin hafin

Grásleppusjómenn eru farnir að vitja um í net sín sem þeir lögðu fyrr í vikunni, þegar vertíðin mátti hefjast.

Hátt í 140 bátar hafa leyfi til veiðanna og nú er þeim í fyrsta skipti skylt að koma með alla grásleppu að landi. Hingað til hefur henni að mestu verið hent í hafið þega búið er að taka úr henni hrognin.

Um það bil 70 krónur fást fyrir kílóið af hrognalausri grásleppunni, og er hún seld til Kína. Aðal verðmætið liggur í hrognunum, sem ýmist eru flutt út sem kavíar, einkum til Frakklands, og svo söltuð, sem einkum fara til Danmerkur til frekari vinnslu þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×