Innlent

Ögmundur vinsæll hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.
Rúmlega helmingur flokksmanna Vg eru ánægðir með störf Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, eða 55 prósent samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Þetta er lægsta fylgið sem Ögmundur hefur mælst með, innan eigin flokks, síðan í febrúar árið 2009.

Athygli vekur að Ögmundur virðist falla vel í kramið hjá stjórnarandstöðunni. Þannig eru framsóknarmenn sérstaklega ánægðir með störf Ögmundar, en tæplega 37 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru ánægðir með ráðherrann.

Sjálfstæðismenn hrífast einnig af ráðherranum, en 22,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru ánægðir með störf ráðherrans. Það er reyndar gífurleg aukning frá síðustu könnun, sem var gerð í nóvember árið 2010, þá sögðust 10,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líka vel við störf ráðherrans.

Það kemur líklega ekki á óvart að Ögmundur er óvinsælastur á meðal kjósenda Samfylkingarinnar, samstarfsflokki Vg. Þar sögðust 18,6 prósent ánægðir með störf Ögmundar. Þar hefur ánægjan ekki mælst minni síðan í febrúar 2009.


Tengdar fréttir

Vinstri grænir ánægðir með Steingrím

Rösklega 80% kjósenda Vinstri grænna eru ánægðir með störf Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ánægja með hann á meðal kjósenda flokksins hefur lítið breyst frá því að minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við í febrúar 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×