Innlent

Lenti með veikan farþega

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur
Boeing 747 farþegaþota frá flugfélaginu Lufthansa lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fjögur í dag með veikan farþega um borð. Vélin lagði af stað frá Frankfurt fyrr í dag en hún var á leið til Bandaríkjanna. Farþeganum var komið undir læknishendur í Reykjanesbæ en sjúkrabíll beið eftir honum á flugvellinum. Hann er ekki alvarlega veikur. Flugvélin er farin aftur í loftið og lendir í Bandaríkjunum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×