Innlent

Vélsleðamaður fór niður um ís

Vélsleðamaður fór niður um ís á Svínavatni á Húnavöllum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitirnar Blanda á Blönduósi og Strönd á Skagaströnd voru kallaðar út, þar sem óttast var um að maðurinn myndi kólna hratt niður í vatninu. Þó fór betur en á horfiðst og náði maðurinn í land og voru björgunarsveitirnar afturkallaðar um 15 mínútum síðar. Þær fóru þó á staðinn til að reyna að ná sleðanum upp úr vatninu.

Annar vélsleðamaður lenti í slysi í dag. Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út í morgun til að sækja vélsleðamann sem meiðst hafði á baki við Hrauneyjalón. Maðurinn var fluttur af slysstað til móts við sjúkrabíls sem beið við Hrauneyjar, eins og kom fram á Vísi í dag.

Þá hafa björgunarsveitir einnig verið kallaðar út í dag til að aðstoða ferðamenn á biluðum og föstum bílum. Sækja þurfti fólk við Langjökul þar sem bíll hafði bilað og nú síðdegis var björgunarsveit kölluð til aðstoðar við bíl sem fastur er við Hverfjall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×