Innlent

Leituðu að manni í Reykjavíkurhöfn

Frá leitinni í nótt. Umfangsmikið leið frá lögreglu og slökkviliði var við Reykjavíkurhöfn í nótt.
Frá leitinni í nótt. Umfangsmikið leið frá lögreglu og slökkviliði var við Reykjavíkurhöfn í nótt. mynd/GB
Kafarar lögreglunnar og slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu leituðu í nótt að manni sem talið var að hefði hent sér í sjóinn. Björgunarbátar frá Landsbjörgu leituðu sömuleiðis meðfram ströndinni. Félagi mannsins hafði samband við lögreglu og taldi manninn hafa steypt sér í sjóinn. Leitaraðgerðirnar stóðu í tæpa þrjá klukkutíma en þegar farsími mannsins var miðaður út kom í ljós að maðurinn var heima hjá sér, bæði þurr og heill á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×