Innlent

Sumarbústaður brann til kaldra kola í nótt

Gamall sumarbústaður við Rauðavatn í Reykjavík brann til kaldra kola í nótt. Hann var mannlaus.

Þegar slökkvilið kom á vettvang var bústaðurinn alelda og byjaður að falla.Slökkviliðsmenn lögðu áherslu á að verja gróður í grenndinni og urðu ekki skemmdir á honum.

Eldsupptök eru ókunn, en grunur leikur á að kveikt hafi verið í bústaðnum því utan við hann sáust för eftir mannaferðir, en eigendur bústaðarins höfðu ekki verið þar á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×