Innlent

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

JHH skrifar
Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Krossa seinni partinn í dag. Þar varð árekstur með sendibifreið og vöruflutningabifreið og voru ökumenn einir í bílunum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þar var ökumaður sendibifreiðarinnar, maður á þrítugsaldri, úrskurðaður látinn.

Ökumaður vöruflutningabifreiðarinnar fékk að fara heim að lokinni skoðun. Lögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við Rannsóknarnefnd umferðarslysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×