Innlent

Vopnað rán framið á Akureyri í nótt

Vopnað rán var framið á Akureyri í nótt þegar grímuklæddur maður, vopnaður rörbúti, kom inn í sólarhringsverslun 10-11 í kaupangi um hálf þrjú leitið og ógnaði afgreiðslumanni.

Hann krafðist peninga og lét afgreiðslumaðurinn það lítilræði, sem var í kassanum af hendi, og hvarf ræninginn á brott með það, án þess að vinna afgreiðslumanninum mein. Hann er ófundinn en lögregla vinnur að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×