Innlent

Sprengjumaður áfram í gæsluvarðhaldi

Sérsveit ríkislögreglustjóra yfirbugaði manninn eftir að hann lagði til þeirra með hníf.
Sérsveit ríkislögreglustjóra yfirbugaði manninn eftir að hann lagði til þeirra með hníf.
Dómari Héraðsdóms Reykjaness féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni í gær, sem var handtekinn í lok febrúar, eftir að lögreglu á Suðurnesjum bárust ábendingar um sérkennilega Facebook síðu mannsins. Þar mátti finna myndir af manninum, sem er 29 ára gamall, handleika skotvopn auk þess sem þar mátti finna myndir af sprengju og sprengjuefni. Þá hafði maðurinn myndað það þegar hann sprengdi fiskikar í loft upp.

Lögreglan naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra við handtöku mannsins. Þeir fóru vopnaðir inn á heimilið þar sem þeir fundu hann einan. Maðurinn lagði þá til þeirra með hníf en var yfirbugaður samstundis. Á heimili mannsins fannst rörasprengja, kindabyssa og efni til sprengjugerðar. Hann reyndist vera með nokkurt magn eggvopna á heimilinu og tvær eftirlíkingar af skammbyssum.

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku, eða til 2. apríl.

Árétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus. En fréttamaður fékk þær upplýsingar hjá lögreglumbættinu á Suðurnesjum. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Það leiðréttist hér með.


Tengdar fréttir

Fundu sprengjumann á Facebook - ógnaði sérsveit með hníf

Rétt tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn um miðnætti, en á heimili hans fannst rörasprengja, kindabyssa og efni til sprengjugerðar. Sérsveit ríkislögreglustjórans yfirbugaði manninn eftir að hann ógnaði þeim með hníf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×