Innlent

Fjórir Vítisenglar handteknir og húsleitir á sex stöðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á Suðurnesjum handtóku fyrir helgina fjóra meðlimi Hells Angels og framkvæmdu í kjölfarið húsleit á samtals sex stöðum í báðum umdæmunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Mönnunum var öllum sleppt skömmu síðar en handtökurnar eru liður í rannsókn lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi.

Þar segir að lagt hafi verið hald á allnokkuð af vopnum, meðal annars „afsagaða haglabyssu, rafstuðbyssu, lásboga, loftbyssur og hnífa."

Þá segir að lögregla hafi einnig tekið í sína vörslu „fíkniefni, eftirlýsta bifreið og talsvert af munum sem grunur leikur á að séu þýfi, m.a. bílvélar og loftpressu."

Við áðurnefndar aðgerðir nutu lögregluliðin tvö aðstoðar bæði sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×