Innlent

Slökkviliðið kallað út vegna straujárns

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan hálf tvö í dag vegna elds í fjölbýlishúsi í Kópavogi.

Ekki var fyrirfram vitað hvort um mikinn eld væri að ræða. Þegar á vettvang var komið sáu slökkviliðsmennirnir að íbúi hafði gleymt straujárninu í gangi sem hafði ræst brunaboða í húsinu.

Engar skemmdir urðu á húsnæðinu. Rólegt hefur verið hjá slökkviliðinu að öðru leytinu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×