Innlent

Þriggja vikna biðlisti hjá Stígamótum

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Þrátt fyrir sex ráðgjafa þá er þriggja vikna bið í viðtöl hjá Stígamótum. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta þá geta fulltrúarnir tekið fimm til sex einstaklinga í viðtöl á hverjum degi.

„Þetta er reyndar ekki nýjar fréttir, því miður," segir Guðrún en á síðasta ári komu hátt í 2000 einstaklingar í viðtöl til Stígamóta. Það er því ljóst að það mæðir talsvert á ráðgjöfunum.

Guðrún segir þetta bagalegt, þá ekki síst vegna þess að samtökin vilja hjálpa þolendum sem allra fyrst. Spurð hvort hún hafi fundið fyrir sérstakri aukningu eftir áramót segir hún svo ekki vera. „Þetta er nokkuð stöðugur fjöldi sem hefur leitað til okkar."

Ársskýrsla Stígamóta var kynnt í síðasta mánuði. Þar kom meðal annars fram að 169 einstaklingar leituðu til Stígamóta vegna nauðgana árið 2011. 18 einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2011 vegna hópnauðgana.

Hægt er að nálgast upplýsingar um Stígamót á Facebook-síðu samtakanna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×