Innlent

Þingmenn vilja fara að sjá siðareglur fyrir forsetann

Sex þingmenn úr Samfylkingunni og VG ásamt Atla Gíslasyni hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem Alþingi álykti að fela forsætisráðherra að undirbúa í samvinnu við embætti forseta Íslands setningu siðareglna fyrir forsetaembættið.

Í greinargerð með tillögunni er vitnað til áttunda bindis rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fjallað er um siðferði og starfshætti í tengslum við aðdraganda hrunsins 2008.

Að sögn þingmannanna hafa stjórnvöld brugðist við með margvíslegum hætti og meðal annars sett ný lög um Stjórnarráðið þar sem sé að finna ákvæði um siðareglur fyrir stjórnsýsluna. Enn bóli þó ekkert á setningu siðareglna fyrir forsetaembættið. Því telja flutningsmenn brýnt að Alþingi hlutist til um að embætti forseta Íslands taki fullan þátt í slíkri sáttargjörð við þjóðina.

Flutningsmenn að tillögunni eru þau Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Atli Gíslason, Valgerður Bjarnadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þráinn Bertelsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×