Innlent

Eldri borgari varð 30 milljónum ríkari

Sjötug kona varð 30 milljónum króna ríkar þegar dregið var út í Milljónaveltu Happadrættis Háskólans í dag. Potturinn hafði safnast upp í 30 milljónir í mars eða um 10 milljónir fyrir hvern mánuð ársins sem liðinn er. Konan sem fékk vinninginn hafði átt miðann um árabil. Konan var að vonum himinlifandi þegar hún fékk fréttirnar. Milljónaveltan gekk einnig út í mars mánuði fyrir ári síðan, þá 30 milljónir eins og nú - og vinningurinn þá féll einnig í skaut sjötugrar konu frá Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×