Innlent

Játaði rán í 10/11

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Annar mannanna tveggja sem handteknir voru í morgun, grunaðir um að hafa framið rán í verslun 10/11 við Mýrarveg á Akureyri, játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu í dag. Hann er talinn hafa staðið einn að ráninu. Þáttur hins mannsins, sem handtekinn var, var lítill eftir því sem lögreglan fullyrðir.

Ræninginn er á fertugsaldri og hefur áður komið við sögu lögreglu á Akureyri. Við húsleit hjá honum fannst afgangur af ránsfengnum, sem var þó ekki mikill í upphafi. Einnig fannst vopnið sem notað var við ránið skammt frá vettvangi, auk hettu og annars klæðnaðar sem maðurinn hafði notað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×