Innlent

Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku vegna fíkniefnasmygls

Erla Hlynsdóttir skrifar
Mennirnir sitja í gæsluvarðhaldi í Danmörku. Myndin er tekin þar.
Mennirnir sitja í gæsluvarðhaldi í Danmörku. Myndin er tekin þar.
Tveir íslenskir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi í Danmörku vegna fíkniefnasmygls. Annar þeirra hefur þegar játað.

Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar tvær vikur. Þeir voru handteknir á Kastrupflugvelli við komu frá Bretlandi. Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest um hvers konar fíkniefni var að ræða, utan þess að þau voru í pilluformi, og samkvæmt heimildum fréttastofu var um talsvert magn að ræða.

Athygli vekur að þeir hafa ekki leitað aðstoðar íslenskra yfirvalda, og er málið því hvorki á borði íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn, né íslenska utanríkisráðuneytisins. Annar maðurinn hefur þegar játað smyglið en hinn heldur fram sakleysi sínu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa mennirnir átt við fíkniefnavanda að etja. Þeir hafa báðir verið búsettir í Danmörku um hríð og hafa leigt saman síðan í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×