Innlent

Lögreglustjóri trúir ekki Guðrúnu Ebbu

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki eiga annað en góðar minningar um tengdaföður sinn heitinn, séra Ólaf Skúlason.

Sigríður er gift séra Skúla Ólafssyni sem kom fram fyrir alþjóð í vetur þar sem hann lýsti því yfir að hann legði ekki trúnað á orð systur sinnar, Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, sem hefur sakað föður þeirra um kynferðisbrot gegn sér.

Í forsíðuviðtali við Nýtt líf, sem kemur út á morgun, er Sigríður spurð hvort hún sé sömu skoðunar og Skúli og efist um frásögn Guðrúnar Ebbu. „Hann hefur sagt að bældar minningar séu afar umdeilt fyrirbæri meðal sérfræðinga um þessi mál. Sú er vitaskuld raunin, því fátt hefur vakið eins miklar deilur innan sálarfræðinnar eins og mál af þessum toga. Og hann hefur sagt að þessi mynd sem var máluð af heimilishaldinu og af föður hans standist ekki. Ég get vissulega tekið undir það. Ég er búin að vera meira en 20 ár í fjölskyldunni og ég á bara góðar minningar um tengdaföður minn. Við verðum að treysta á réttarríkið og það að fólk sé saklaust þar til sekt þess hefur verið sönnuð."

Athygli vekur að það er Sigríður Dögg Auðunsdóttir, verðlaunablaðamaður, sem tekur viðtalið og markar það því endurkomu hennar í fjölmiðla eftir áralangt hlé.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×