Innlent

Íslendingur vann 108 milljónir í Víkingalottói

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingur varð tæpum 108 milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Víkingalottóinu í kvöld. Miðinn var seldur í Olís við Glerá á Akureyri. Tölurnar sem komu upp voru 7, 16, 27, 28, 35 og 45. Bónustölurnar voru 6 og 14.

Þetta er í 20. skipti sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og sá hæsti til þessa. Íslendingar voru sannarlega heppnir í Víkingalottóinu í dag því auk þessa heppna spilara vann annar 100 þúsund krónur í Jókernum og var sá miði seldur hjá Olís Gullinbrú í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×