Innlent

Kvótafrumvarpið rætt til klukkan hálf fjögur í nótt á Alþingi

Fyrstu umræðu um frumvarp stjórnvalda um stjórn fiskveiða, lauk ekki fyrr en klukkan hálf fjögur í nótt. Málinu var vísað til nefndar og annarar umræðu.

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega fjarveru Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra, sem staddur er í Kanada, en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mælti fyrir því, sem sitjandi sjávarútvegsráðherra.

Meðal þeirra sem mæltu gegn frumvarpinu í núverandi mynd var Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem sagði að markaðssjónarmið skipuðu þar of mikinn sess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×