Innlent

Braut gróflega gegn dóttur sinni - fjögurra ára fangelsi

Karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraðsdómi Vesturlands fyrir gróf kynferðsbrot gegn tíu ára gamalli dóttur sinni. Þá var hann dæmdur til þess að greiða henni 1200 þúsund krónur í bætur. Málið komst upp þegar stúlkan sagði vinkonum sínum frá athæfi mannsins. Lögregla handtók manninn og hefur hann sætt gæsluvarðhaldi frá því í desember á síðasta ári. Sú vist dregst frá fangelsisdómnum.

Maðurinn neitaði alfarið sök og sagði dóttur sýna vera að ímynda sér hvað hefði gerst. Móðir hennar, sem var stödd erlendis þegar brotin áttu sér stað, sagðist fyrir rétti hafa tilhneigingu til að trúa barnsföður sínum. Dómara þótti framburður stúlkunnar hinsvegar trúverðugur og auk þess báru vitni fyrir dómi, meðal annars kennarar hennar, að hún hefði sýnt markverðar breytingar í hegðun um það leiti sem brotin áttu að hafa verið framin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×