Innlent

Hitametið fallið

Það styttist í vorið.
Það styttist í vorið.
Sextíu og fjögurra ára gamalt hitamet fyrir marsmánuð féll í morgun þegar hitinn á Kvískerjum í Öræfum mældist 18,6 gráður fyrir hádegi í morgun. Fyrra metið er frá árinu 1948 en þá fór hiti í 18,3 gráður á Sandi í Aðaldal. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjög heitt á suðausturlandi í dag. Á Höfn í Hornafirði fór hitinn upp fyrir 18 gráður og einnig á Teigarhorni í Berufirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×