Innlent

Nauðgunarkæran komin til ríkissaksóknara

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger.
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger.
Nauðgunarkæra á hendur Agli „Gillzenegger" Einarssyni og unnustu hans er komin inn til ríkissaksóknara. Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Kæran barst embættinu í gær. „Við vinnum eftir ákveðinni verklagsreglu í nauðgunarmálum þar sem reynt er að afgreiða mál innan mánaðar en við höfum ekki getað fylgt henni eftir út af málafjölda. Nú fer þetta mál bara í röðina," segir hún.

Málið var sent til ríkissaksóknara um miðjan janúar en embættið sendi kæruna aftur til lögreglu til frekari rannsóknar. Þeirri rannsókn er nú lokið og er kæran komin inn á borð ríkissaksóknara. Það er síðan Ríkissksóknari sem tekur ákvörðun um hvort að ákært verði í málinu.

Egill var kærður ásamt unnustu sinni fyrir nauðgun á heimili þeirra í lok nóvember á síðasta ári. Egill neitaði sök í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum sama dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×