Landsbankinn kærði árásarmanninn til lögreglu fyrir þjófnað

Lagastoð hefur sinnt innheimtu fyrir Landsbankann en maðurinn stakk framkvæmdastjóra lögfræðistofunnar margsinnis. Hann er um sextugt og er þungt haldinn. Maðurinn er enn í aðgerð vegna áverka sinna.
Maðurinn réðst á fórnarlamb sitt skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Að sögn Brynjars Níelssonar, sem starfar á sömu lögfræðistofu, virtist sem tilviljunin ein hafi ráðið því að maðurinn hafi ráðist á framkvæmdastjórann en ekki annan starfsmann lögfræðistofunnar.
Það var Guðni Bergsson sem kom fórnarlambinu til bjargar. Hann var stunginn tvívegis í lærið þegar hann yfirbugaði árásarmanninn.
Lögreglan verst frétta af málinu en tæknideild lögreglunnar er að störfum á lögfræðistofunni.
Tengdar fréttir

Starfsmaður lögfræðistofu stunginn - einn handtekinn
Karlmaður var stunginn á lögfræðistofu í Reykjavík í Lágmúla í morgun. Einn maður hefur verið handtekinn samkvæmt heimildum Vísis. Svo virðist sem maðurinn hafi ráðist á starfsmanninn snemma í morgun og stungið hann nokkrum sinnum.

Brynjar Níelsson: Hvaða starfsmaður sem er hefði getað lent í árásinni
"Starfsfólkið er í áfalli,“ sagði Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, en hann starfar á sömu skrifstofu og hnífaárásin átti sér stað í morgun. Hann sagði í samtali við fréttastofu að skrifstofunni verði lokað í dag vegna rannsóknar lögreglu og verður áfram næstu daga.

Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás
Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hlaut skurðáverka þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til bjargar í morgun. Karlmaður stakk manninn ítrekað með hnífi. Guðni var stunginn tvívegis í lærið en árásin átti sér stað skömmu fyrir klukkan tíu í morgun á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla.