Villikettir herja á íbúa í Borgarnesi 7. apríl 2012 07:00 Villikettir hafa verið að ónáða íbúa í Borgarnesi síðustu mánuði en talið er að um 420 kettir séu í sveitarfélaginu. nordicphotos/getty Kattafaraldur geisar nú í Borgarnesi og er fjöldi katta þar farinn að valda mörgum íbúum ónæði. Í flestum tilfellum er um villiketti eða óskráða ketti að ræða. Ástandið er orðið svo slæmt að að gæludýraeftirlitsmaður hefur verið sendur út af örkinni til að handsama óskráða ketti. Átakið mun standa næstu vikur. „Það eru 84 kettir á skrá hjá okkur og 64 sem við vitum af en eru óskráðir,“ segir Björg Gunnarsdóttir, umhverfisfulltrúi í Borgarbyggð. Svo virðist sem stærstur hluti katta í bænum sé óskráður eða gangi sjálfala. Aðeins um fimmtungur er lögformlega skráður. „Við teljum samt að það séu ekki nema um 20 prósent katta skráðir en við áætlum að kettirnir í Borgarbyggð séu um 420.“ Björg segir að kettirnir séu úti um allt. Þeir hreiðri um sig í húsagörðum og dæmi séu líka um að þeir skjótist inn á glugga í húsum víða í bænum. „Við erum að reyna að ná þeim sem eiga hvergi heima og höfum verið að handsama slatta af villiköttum,“ segir Björg. Vandamál vegna katta er ekki nýtt af nálinni í Borgarbyggð. Á síðustu fjórum árum hafa 66 kettir verið svæfðir í bænum. Þeir óskráðu kettir sem nást eru geymdir um sinn. Auglýst er eftir eigendum og þeir síðan afhentir eftir að gjald fyrir handsömun hefur verið reitt af hendi. Það kostar 15.700 krónur að leysa út kött sem hefur verið handsamaður. Öðru máli gegnir um villikettina og verða þeir svæfðir þegar til þeirra næst. Kattaeigendur sem eiga eftir að skrá ketti sína er bent á að bæta þar úr hið snarasta og losna þannig við óþarfa kostnað. kristjan@frettabladid.is Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Kattafaraldur geisar nú í Borgarnesi og er fjöldi katta þar farinn að valda mörgum íbúum ónæði. Í flestum tilfellum er um villiketti eða óskráða ketti að ræða. Ástandið er orðið svo slæmt að að gæludýraeftirlitsmaður hefur verið sendur út af örkinni til að handsama óskráða ketti. Átakið mun standa næstu vikur. „Það eru 84 kettir á skrá hjá okkur og 64 sem við vitum af en eru óskráðir,“ segir Björg Gunnarsdóttir, umhverfisfulltrúi í Borgarbyggð. Svo virðist sem stærstur hluti katta í bænum sé óskráður eða gangi sjálfala. Aðeins um fimmtungur er lögformlega skráður. „Við teljum samt að það séu ekki nema um 20 prósent katta skráðir en við áætlum að kettirnir í Borgarbyggð séu um 420.“ Björg segir að kettirnir séu úti um allt. Þeir hreiðri um sig í húsagörðum og dæmi séu líka um að þeir skjótist inn á glugga í húsum víða í bænum. „Við erum að reyna að ná þeim sem eiga hvergi heima og höfum verið að handsama slatta af villiköttum,“ segir Björg. Vandamál vegna katta er ekki nýtt af nálinni í Borgarbyggð. Á síðustu fjórum árum hafa 66 kettir verið svæfðir í bænum. Þeir óskráðu kettir sem nást eru geymdir um sinn. Auglýst er eftir eigendum og þeir síðan afhentir eftir að gjald fyrir handsömun hefur verið reitt af hendi. Það kostar 15.700 krónur að leysa út kött sem hefur verið handsamaður. Öðru máli gegnir um villikettina og verða þeir svæfðir þegar til þeirra næst. Kattaeigendur sem eiga eftir að skrá ketti sína er bent á að bæta þar úr hið snarasta og losna þannig við óþarfa kostnað. kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira