Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af nokkrum ungmennum á föstudagskvöld en bifreið sem þau var stöðvuð í þeim tilgangi að kanna ástand ökumanns. Hann reyndist í lagi en út úr bifreiðinni lagði sterka kannabislykt og var því fíkniefnahundurinn Buster kallaður til.
Hvutti gaf til kynna að lykt væri af farþegum í bifreiðinni og þá sérstaklega einum þeirra. Hann merkti lykt af fíkniefnum í klofinum á piltinum og þegar hann var beðinn um sýna hvað væri í klofinu dró hann upp kannabismol upp úr nærbuxunum sínum.
Pilturinn var færður á lögreglustöð þar sem tekin var skýrsla af honum og þá var Barnaverndarnefnd einnig tilkynnt um málið en pilturinn er sextán ára gamall.
Buster fann kannabis í nærbuxunum á 16 ára pilti
