Innlent

Lögreglan lýsir eftir 15 ára gömlum dreng

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Árnasyni, sem hvarf er hann var á ferð í Kópavogi, þann 17.02.2012 s.l. og er ekkert vitað um hvar hann er nú niðurkominn.

Í tilkynningu segir að Guðmundur er sagður um 170-175 cm á hæð, um 65-70 kg. á þyngd, frekar grannur, hárlitur ljósskolhærður en sagður krúnurakaður, augu blágrá og með lokka í tveimur götum í hægri augabrún, með eyrnalokka í stórum götum í eyrum (svartir eyrnalokkar með hvítri stjörnu).

Guðmundur var klæddur svartri adidas hettupeysu, dökkbláum levis gallabuxum, dökkgráum strigaskóm. Talinn vera með svarta prjónahúfu á höfði.

Þeir sem hafa orðið varir við eða vita um ferðir Guðmundar Árnasonar frá 17.02.2012 s.l. , eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×