Ákærðir fyrir tilraun til manndráps en neita sök 22. febrúar 2012 11:43 Allir mennirnir þrír sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til manndráps eftir skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í nóvember í fyrra, neituðu sök í þeim ákærulið við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Ákærðu heita Kristján Halldór Jensson, 31 árs, Axel Már Smith, 33 ára og Tómas Pálsson Eyþórsson, 25 ára. Þeir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna frá því grunur féll á þá, hafði Fréttablaðið eftir Margréti Unni Rögnvaldsdóttur aðstoðarsaksóknari í gær. Málið tengist uppgjöri vegna fíkniefnamála en þremenningarnir mæltu sér mót við mennina tvo sem voru í bílnum sem skotið var á til að gera upp ágreining um skuld annars þeirra við Tómas, að því er fram kemur í ákæru. Kristján játar vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir en Tómas neitar sömu sök. Axel Már játar síðan fíkniefnalagabrot sem hann er ákærður fyrir. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dómsalnum og voru mennirnir færðir inn í salinn í járnum af fjórum lögreglumönnum. Mennirnir hittust að kvöldi föstudagsins 18. nóvember á bílastæðinu við bílasöluna Höfðahöllina við Tangarbryggju í Reykjavík. Fram kemur í ákærunni að þar hafi árásarmennirnir farið úr bílnum og gengið að bíl fórnarlambanna, og að Tómas hafi sparkað í bílinn. Ökumaður bílsins bakkaði til að reyna að komast undan mönnunum, og skaut þá Kristján úr haglabyssu að framhluta bílsins en hitti ekki, samkvæmt lýsingu á atburðunum í ákærunni. Fórnarlömbin óku á brott, og veittu þremenningarnir þeim eftirför á sínum bíl. Á hringtorginu við Bíldshöfða skaut Kristján öðru skoti út um glugga bílsins. Í þetta skiptið hæfði hann bíl fórnarlambanna, með þeim afleiðingum að afturrúðan splundraðist og miklar skemmdir urðu á bílnum. Brot úr hagli hafnaði meðal annars í aftursætis bílsins. Fórnarlömbin keyrðu eftir árásina á lögreglustöðina við Hverfisgötu og veittu árásarmennirnir þeim ekki frekari eftirför. Lögreglan handtók Tómas sama kvöld, og fann við leit í bíl hans úðavopn og kylfu. Við húsleit hjá Kristjáni fundust fjögur úðavopn. Fórnarlömb mannanna krefjast þess að þeir verði dæmdir til að greiða hvorum mannanna 1,2 milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu fer fram 5. og 6. mars næstkomandi. Tengdar fréttir Ákærðir vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að skotárás í Bryggjuhverfinu í nóvember síðastliðnum. 17. febrúar 2012 18:14 Hætta á vopnuðum átökum fer vaxandi Afbrotamenn ganga í auknum mæli vopnaðir um götur á Íslandi og telst hætta á vopnuðum átökum fara vaxandi. Þetta kemur fram í áhættumati Ríkislögreglustjóra fyrir þetta ár, sem lögreglan birti opinberlega í dag. 9. janúar 2012 15:23 Meintir skotárásarmenn áfram í gæsluvarðhaldi Tveir karlar hafa á grundvelli almannahagsmuna verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember síðastliðnum. 22. desember 2011 15:16 Allir þrír ákærðir fyrir tilraun til manndráps Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps en þeir er sakaðir um hafa staðið að skotárás við Bryggjuhverfið í Reykjavík í nóvember í fyrra. 20. febrúar 2012 12:08 Hinir grunuðu földu sig á sveitabæ í Borgarfirði Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn hefur verið staðfestur í Hæstarétti. Mennirnir eru allir félagar í mótorhjólaklúbbnum Outlaws og í gæsluvarðhaldskröfunni kemur meðal annars fram að tveir þeirra hafi morguninn eftir árásina farið í felur á sveitabæ í Borgarfirði. 14. desember 2011 15:00 Skotárásin skipulögð af Outlaws Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fjórum mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás sem gerð var á bifreið í austurborginni 18. nóvember síðastliðinn. Þremur mannanna er gert að sitja áfram inni til 22. desember og hinum fjórða til 16. desember. 15. desember 2011 02:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Allir mennirnir þrír sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til manndráps eftir skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í nóvember í fyrra, neituðu sök í þeim ákærulið við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Ákærðu heita Kristján Halldór Jensson, 31 árs, Axel Már Smith, 33 ára og Tómas Pálsson Eyþórsson, 25 ára. Þeir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna frá því grunur féll á þá, hafði Fréttablaðið eftir Margréti Unni Rögnvaldsdóttur aðstoðarsaksóknari í gær. Málið tengist uppgjöri vegna fíkniefnamála en þremenningarnir mæltu sér mót við mennina tvo sem voru í bílnum sem skotið var á til að gera upp ágreining um skuld annars þeirra við Tómas, að því er fram kemur í ákæru. Kristján játar vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir en Tómas neitar sömu sök. Axel Már játar síðan fíkniefnalagabrot sem hann er ákærður fyrir. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dómsalnum og voru mennirnir færðir inn í salinn í járnum af fjórum lögreglumönnum. Mennirnir hittust að kvöldi föstudagsins 18. nóvember á bílastæðinu við bílasöluna Höfðahöllina við Tangarbryggju í Reykjavík. Fram kemur í ákærunni að þar hafi árásarmennirnir farið úr bílnum og gengið að bíl fórnarlambanna, og að Tómas hafi sparkað í bílinn. Ökumaður bílsins bakkaði til að reyna að komast undan mönnunum, og skaut þá Kristján úr haglabyssu að framhluta bílsins en hitti ekki, samkvæmt lýsingu á atburðunum í ákærunni. Fórnarlömbin óku á brott, og veittu þremenningarnir þeim eftirför á sínum bíl. Á hringtorginu við Bíldshöfða skaut Kristján öðru skoti út um glugga bílsins. Í þetta skiptið hæfði hann bíl fórnarlambanna, með þeim afleiðingum að afturrúðan splundraðist og miklar skemmdir urðu á bílnum. Brot úr hagli hafnaði meðal annars í aftursætis bílsins. Fórnarlömbin keyrðu eftir árásina á lögreglustöðina við Hverfisgötu og veittu árásarmennirnir þeim ekki frekari eftirför. Lögreglan handtók Tómas sama kvöld, og fann við leit í bíl hans úðavopn og kylfu. Við húsleit hjá Kristjáni fundust fjögur úðavopn. Fórnarlömb mannanna krefjast þess að þeir verði dæmdir til að greiða hvorum mannanna 1,2 milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu fer fram 5. og 6. mars næstkomandi.
Tengdar fréttir Ákærðir vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að skotárás í Bryggjuhverfinu í nóvember síðastliðnum. 17. febrúar 2012 18:14 Hætta á vopnuðum átökum fer vaxandi Afbrotamenn ganga í auknum mæli vopnaðir um götur á Íslandi og telst hætta á vopnuðum átökum fara vaxandi. Þetta kemur fram í áhættumati Ríkislögreglustjóra fyrir þetta ár, sem lögreglan birti opinberlega í dag. 9. janúar 2012 15:23 Meintir skotárásarmenn áfram í gæsluvarðhaldi Tveir karlar hafa á grundvelli almannahagsmuna verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember síðastliðnum. 22. desember 2011 15:16 Allir þrír ákærðir fyrir tilraun til manndráps Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps en þeir er sakaðir um hafa staðið að skotárás við Bryggjuhverfið í Reykjavík í nóvember í fyrra. 20. febrúar 2012 12:08 Hinir grunuðu földu sig á sveitabæ í Borgarfirði Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn hefur verið staðfestur í Hæstarétti. Mennirnir eru allir félagar í mótorhjólaklúbbnum Outlaws og í gæsluvarðhaldskröfunni kemur meðal annars fram að tveir þeirra hafi morguninn eftir árásina farið í felur á sveitabæ í Borgarfirði. 14. desember 2011 15:00 Skotárásin skipulögð af Outlaws Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fjórum mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás sem gerð var á bifreið í austurborginni 18. nóvember síðastliðinn. Þremur mannanna er gert að sitja áfram inni til 22. desember og hinum fjórða til 16. desember. 15. desember 2011 02:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Ákærðir vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að skotárás í Bryggjuhverfinu í nóvember síðastliðnum. 17. febrúar 2012 18:14
Hætta á vopnuðum átökum fer vaxandi Afbrotamenn ganga í auknum mæli vopnaðir um götur á Íslandi og telst hætta á vopnuðum átökum fara vaxandi. Þetta kemur fram í áhættumati Ríkislögreglustjóra fyrir þetta ár, sem lögreglan birti opinberlega í dag. 9. janúar 2012 15:23
Meintir skotárásarmenn áfram í gæsluvarðhaldi Tveir karlar hafa á grundvelli almannahagsmuna verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember síðastliðnum. 22. desember 2011 15:16
Allir þrír ákærðir fyrir tilraun til manndráps Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps en þeir er sakaðir um hafa staðið að skotárás við Bryggjuhverfið í Reykjavík í nóvember í fyrra. 20. febrúar 2012 12:08
Hinir grunuðu földu sig á sveitabæ í Borgarfirði Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn hefur verið staðfestur í Hæstarétti. Mennirnir eru allir félagar í mótorhjólaklúbbnum Outlaws og í gæsluvarðhaldskröfunni kemur meðal annars fram að tveir þeirra hafi morguninn eftir árásina farið í felur á sveitabæ í Borgarfirði. 14. desember 2011 15:00
Skotárásin skipulögð af Outlaws Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fjórum mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás sem gerð var á bifreið í austurborginni 18. nóvember síðastliðinn. Þremur mannanna er gert að sitja áfram inni til 22. desember og hinum fjórða til 16. desember. 15. desember 2011 02:00