Innlent

Ráðist á starfsmann Dróma á heimili hans

Erla Hlynsdóttir skrifar
Ráðist var á starfsmann Dróma á heimili hans í gærkvöldi. Starfsmenn fyrirtækisins eru slegnir og málið litið mjög alvarlegum augum.

Drómi er hlutafélag sem var stofnað til að halda utan um eignir SPRON og Fjálsa fjárfestingabankann. Hlutverk Dróma er að innheimta lán þeirra sem þar voru í viðskiptum og hafa starfshættir fyrirtækisins verið harðlega gagnrýndir.

Magnús Steinþór Pálmarsson, hjá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans, verst frétta af málinu. Hann staðfestir að mjög alvarlegur atburður hafi átt sér stað í gær og að forsvarsmenn Dróma hafi áhyggjur af velferð starfsmanna sinna. Starfsmaðurinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu ekki hafa slasast í árásinni.

Starfsfólk Dróma er mjög slegið vegna atburðarins og verður í framhaldinu gripið til aðgerða til að tryggja frekar öryggi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×