Innlent

Þjóðsöngur Hildar fyrir Japansleikinn

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og skiptinemi frá Háskóla Íslands í Tókýó, söng íslenska þjóðsönginn, Lofsöng, fyrir leik Íslands og Japans í Osaka í morgun.

Íslenski þjóðsöngurinn er þekktur fyrir að vera heldur óþjáll með sína háu tóna og hefur Hildur því undirbúið sig í mánuð fyrir sönginn. Hildur er meðlimur í hljómsveitinni Rökkurró þar sem hún bæði syngur og spilar á selló. Íslenski sendiherrann í Tókýó benti á Hildi í verkefnið en hún kom í fyrsta sinn fram í Japan í litlu boði hjá sendiráðinu.

Á eftir Hildi syngur japanska söngkonan Hitomi Shimatani japanska þjóðsönginn, sem nefnist Kimi-ga-yo.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.