Innlent

Fjörutíu mæður gefa brjóst á Café París - meinlegur misskilningur

Brjóstagjöf á almannafæri.
Brjóstagjöf á almannafæri.
Rúmlega fjörutíu mæður ætla að hittast á kaffihúsinu Café París í miðborg Reykjavíkur á fimmtudaginn og gefa börnum sínum brjóst. Um er að ræða mótmæli vegna pistils sem Hrafnhildur A. Björnsdóttir ritaði á heimasíðuna Spegll.is en þar lýsti hún því þegar vinkonu hennar var meinað að gefa barni sínu brjóst á veitingastað í Reykjavík.

Svo virðist sem allnokkur misskilningur hafi myndast í kringum málið því meðal annars kom fram á vefmiðlum að mæðurnar ætluðu að mótmæla á Café París vegna þess að þar átti atvikið að hafa átt sér stað. Svo var þó ekki og tekur Hrafnhildur, höfundur pistilsins, fram á Facebook-síðu, þar sem efnt er til mótmælanna, að atvikið átti sér ekki stað á Café París.

„Við erum eiginlega bara í sjokki," segir Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Café París en hún segir staðinn í samstarfi við mæðurnar, meðal annars verður bökuð sérstök kaka fyrir konurnar sem þær geta snætt fyrir eða eftir brjóstagjöf. Guðný segir veitingastaðinn hafa lagt sig fram við að sinna mæðrum og aldrei sett fyrir sig að mæður gefi börnum sínum brjóst á almannafæri. Hún segir þetta leiðinlegan misskilning.

Til stendur að efna til mótmælanna á fimmtudaginn. Mæðurnar vilja almennt mótmæla því að konum sé meinað að gefa brjóst opinberlega. Pistil Hrafnhildar, sem hefur vakið gríðarlega athygli í samfélaginu, má lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×