Lífið

Stíf keyrsla á Bloodgroup

Fernir tónleikar eru eftir af stífu ferðalagi elektró poppsveitarinnar Bloodgroup um Evrópu og verða þeir síðustu haldnir í London og Nottingham á Englandi í næstu viku.

Alls verða tónleikarnir 23 talsins, þar af fimmtán í Þýskalandi. Tónleikaferðin hófst 21. janúar og hefur hljómsveitin spilað á hverju kvöldi fyrir aðdáendur sína. Orkuboltarnir í Bloodgroup verða því væntanlega hvíldinni fegnir þegar þeir koma aftur heim til Íslands. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×