Innlent

Tæplega 80 þúsund atkvæði greidd í Eurovison

Sigurlagið.
Sigurlagið.
Alls voru greidd 79 þúsund atkvæði í Eurovision keppninni sem var sýnd á RÚV í gærkvöldi. Upplýsingar um það hvernig atkvæðin féllu eru ekki gefnar upp að svo stöddu, en samkvæmt upplýsingum frá RÚV voru dómnefndin og almenningur nokkuð samhljóma í vali sínu.

Þannig fengu lögin Mundu eftir mér og Stattu upp lang flest atkvæði. Eins og fram kom í gær var það lag Gretu Salóme Stefánsdóttur, Mundu eftir mér sem sigraði keppnina í gær og verður því framlag Íslendinga til Aserbaídsjan.

Alls sátu sjö manns í dómnefndinni en nöfn þeirra verða ekki gefin upp heldur að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Þær upplýsingar fengust þó að kynjahlutföll væru eins jöfn og þau gætu orðið og nefndin væri sett saman af fagfólki í tónlist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×