Innlent

Lögreglan handtók þrjá menn í miðju ráni

Lögreglan handtók þrjá karlmenn í nýbyggingu við Boðaþing, skammt frá Elliðavatni í Kópavogi í nótt, þar sem þeir fóru ránshendi í nýbyggingu.

Þeir voru búnir að losa blöndunartæki, rafmagnsrofa og skrúfa hurðir úr fölsum, þegar að var komið. Eitthvað af þýfinu höfðu þeir þegar borið út í bíl, sem þeir voru á.

Mennirnir, sem eru á aldrinum frá tvítugu til 55 ára, eru allir þekktir brotamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×